Já eins og stendur þá þarf ég smá hjálp.
Þannig er að ég er 18 ára stelpa og ég hef alveg verið í ræktinni að æfa og svona, en þar sem að ég bý svo langt í burtu frá ræktinni hef ég alltaf hætt sem er ekki nógu gott.
Þannig að nú standa málinn svoleiðis að ég ætla að æfa hérna heima.
Kærastinn á eitthver lóð og ég ætla að nota það og fara svo út í góðan hjólatúr eða hlaupa þegar að ég er búin að æfa með lóðunum.
Vandamálið er bara að ég veit ekki hvernig sé best að æfa fyrir mig.

Mitt goal er að léttast og verða fitt, er með smá maga sem að ég vill losna við.

Þannig að ef að þið skilduð bullið í mér hérna að ofan er þá eitthver hérna sem að getur gefið mér góð ráð?
Eða þið stelpur hvað æfið þið t.d með lóðum?

Fyrirframm takk.