Veit ekki hvaða flokk þetta fellur undir. Sakar ekki að spyrja hér.

En ég lenti í smá slysi á helginni síðustu og fékk smá skurð á ennið. Var ekki að slást btw, stunda ekki svoleiðis :D

En allavega, ég hafði ekki vit á því að fara að láta sauma þetta strax. En þetta er að gróa smám saman núna og ég býst við því að það komi ör. En er ekki hægt að fara til læknis og láta hann skera sárið aftur upp og sauma það saman svo það komi ekki ör? Vil helst ekki fá ör á ennið.