Jæja, nú er það þannig að ég er að fara að keppa á grappling móti 23. júní og var að sjá þyngdarflokkana í gær. Ég er um 81 kg og æta að keppa í -77 kg flokknum og þyrfti því að léttast um 4 kg, sem gæti verið smá vandamál þar sem ég er aðeins með um 10% fitu. Athugið þó að vigtunin fer fram daginn fyrir mótsdag, svo ég tek pottþétt eitt gott gufusession í snjógalla á mótsdag og drekk og borða mjög lítið þann dag, það ætti allavegna að vera svona 2 kg easy af. Það sem ég er að pæla er hvort maður myndi losna við einhver 1-2 kg ef ég myndi kötta allt kolvetni síðustu vikuna fyrir mót, en þá yrði ég væntanlega frekar orkulaus þá vikuna, og hvað í ósköpunum ég ætti að borða?? Einnig var ég að spá hvort að einhver hér hafi reynslu á að létta sig með gufu og hversu mörg kíló ég gæti í raun náð af mér ef ég tek langa gufu?

Ekki segja mér að gera HIIT brennsluæfingar því ég brenni alveg nóg á bjj/kickbox æfingum, þarf bara aðallega að vita hvað ég eigi að borða og hvort það breyti miklu fyrir mig svona stuttu í mót??

Bætt við 6. maí 2009 - 15:52
EDTI!!! VITLAUS DAGSETNING Á MÓTINU.
Mótið er 23. maí!! ekki 23. júní.
Undirskriftin mín