Vill einhver vera elska og koma með hugmynd að matarprógrammi fyrir mig? Ég borða alltof lítið og allt of einhæft. Hún móðir mín hefur vælt í mér svo lengi sem ég man að borða fjölbreytta fæðu og blablabla, en ég get ekki farið eftir þannig hlutum nema hafa bara “ÓKEI ÞETTA BORÐAR ÞÚ OG HANA NÚ!” og þá finnst mér minnsta mál að fara eftir því :P

Ég æfi dans og fer í ræktina svo ég þarf að hafa næga orku. Ég væri alveg til í að léttast um svona 5 kíló líka :) En aðal atriðið er að fá meiri næringu, ég fæ t.d. ALLAR flensur sem ganga og er alltaf með næringarskort. Ég veit alveg basicið, borða grænmeti, ávexti, fisk, hafragraut, kjöt, mjólkuvörur… en ég þarf bara að fá einhvern lista yfir hvað ég gæti borðað yfir daginn og hve mikið af því. Það má samt ekki vera of mikið af mjólkuvörum í því þar sem ég er með mjólkuróþol (get samt sett eitthvað ofan í mig seinni partinn en alls ekki á morgnanna).

Svo er ég alveg óttalega lítið fyrir kjöt, eitthvað sem ég get borðað í staðinn fyrir það?

Öll hjálp vel þegin :) Ég er til í allt, ég þarf að fara að gera eitthvað í mínum málum - vera healthy!