Jæja ég prufaði í sumar brúnkukrem í fyrsta sinn. Maður er alltaf að heyra hve óhollt það er að fara í ljós. Þó fólk sé ekki sammála um hvort sólböð eða ljós séu hollara.

En allavega ég keypti mér brúnkusprey frá Estee Lauder, virkaði fínt fyrir utan að lyktin af því er VIÐBJÓÐSLEG !!!

Það var frekar dýrt og mig langar til að kaupa mér eitthvað annað og henda þessu í ruslið hehe en vil ekki vera að eyða peningunum í eitthvað sem ég nota ekki.

Svo ég var að velta fyrir mér hvort einhver viti um gott brúnkukrem sem er góð lykt af eða lyktarlaust.

Já og vitiði hvernig brúnkukrem virkar ? Er það alveg skaðlaust eða eru einhver svona spúkí efni í því ?

Kveðja,
Kisustelpan