Það að borða ekki neitt sem kemur af lifandi verum er fræðilega mögulegt en það vita það allir að það vill það enginn.

Að borða ekki dýr er vissulega mjög göfugt en fólk verður að bæta upp fyrir þau næringarefni sem það fær venjulega úr kjöti og fiski.

En að éta ekki neitt sem kemur af dýrum það er bara mjög heimskulegt. Vegna þess að með því að drekka ekki mjólk og fleiri afurðir sem koma af skepnum þá þarf sú manneskja eflaust að éta gífurlega mikið af alls konar fæðubótarefnum sem eru framleidd í verksmiðjum sem eru í gangi allan sólarhringinn. og hvað haldiði að þessar verksmiðjur séu að gera náttúrunni. Pælið aðeins í því

ps. Bara svo þið vitið þá finna humrar ekki til sársauka, frekar óþæginda þegar þeir eru látnir ofaní sjóðandi vatn. ástæðan fyrir því er að þeir hafa ekki vitsmunina í það til að skilja sársaukann.(tekið úr lifandi vísindum)