Ég hef verið að lenda í því undanfarið að þegar ég er búinn að vera að lyfta í einhvern tíma og farinn að lyfta frekar þungt þá fæ ég skrítin sting í hægri hendina (oftast þegar ég tek kassann, t.d. bekkpressu) milli axlarinnar og olnbogans.
Hef líka nokkrum sinnum lent í því að ég er að lyfta og allt gengur vel og svo þegar ég á nokkur reps eftir á þriðja settinu mínu þá hætti hægri hendin bara að fara upp en vinstri heldur áfram :/
Þetta er frekar pirrandi, einhverjar hugmyndir hvernig ég gæti lagað þetta?