Sælir/ar, er með eina pælingu.

Var að byrja að æfa box, og er búinn að vera í smá hvíld frá ræktinni á meðan. Hins vegar langar mig að byrja í ræktinni aftur þar sem maður er farinn að venjast boxinu og var að pæla hvort að þetta gæti verið of mikið álag á vöðvana?

Mán: Brjóst og tricep
Þri: Boxæfing
Mið: Bak og bicep
Fim: Boxæfing
Fös: Fætur og axlir
Lau: Boxæfing
Sun: Hvíld

Hvernig leggst þetta í fólk, er þetta of mikið?

Má kannski taka fram að á boxæfingum er aðallega álag á kviðvöðvum, baki, öxlum og fótum.
Eða svona það sem ég hef mest fundið fyrir, fæ mjög vægar harðsperrur núna eftir æfingar.