Þegar jólafríið var nýbyrjað þá fékk ég svo mikinn svima alltaf þegar ég stóð upp að ég varð að setjast aftur niður eða standa alveg kyrr.
Hann samt fór síðan þegar ég var búin að standa í nokkurn tíma.
Sviminn var alveg út allt jólafríið og líka eitthvað þegar ég var í skólanum.
Ég hélt hann væri síðan farinn, en mig byrjaði allt í einu að svima á fótboltaæfingu og varð að hætta í smá stund.
Hann kemur núna svona inn á milli og mér hefur liðið eins og það sé að fara að líða yfir mig. Hef 2. farið að skjálfa öll sem var alveg ógeðsleg tilfinning hahah.
ég reyndar borðaði ekki mikið í jólafríinu, yfirleitt bara þegar ég vaknaði um 3-4 leitið og síðan kvöldmat
eeeeen ég hef alveg verið að borða vel og mig svimar samt :(
vantar mig einhver vítamín eða eitthvað?