Ég er að spá hvort það sé einhver áhugi fyrir hendi hjá einhverjum stelpum hérna að æfa saman fótbolta einu sinni í viku í ca klukkutíma í senn, á þriðjudögum? Það er nefnilega eina kvöldið sem ég kemst, því miður því hina virku dagana er ég annað hvort í skóla eða á dansnámskeiði. Gætum reyndar verið á sunnudögum í staðinn ef íþróttasalir eru opnir þá sem ég býst sterklega við, er það ekki annars?
Mér finnst mjög gaman í fótbolta og hef lengi langað að æfa bara að gamni mínu enda er ég orðin of gömul til að æfa með keppnisliði (er 22 ára (þó mér finnist ég alltaf vera 18 hehe)).
Ástæðan fyrir því að ég er að spyrja bláókunnugar manneskjur á huga út í þetta er sú að vinkonur mínar eru annað hvort ekki mikið fyrir íþróttir eða búa úti á landi.
Ég er ekki með mjög gott þol en það kemur með tímanum :) Mér finnst svo gaman í fótbolta, góð útrás og frábær líkamsrækt. Við gætum hringt í íþróttamiðstöðvar og tékkað á hvort það sé eitthvað laust… What do you say? =) Endilega látið í ykkur heyra ef þið hafið áhuga!
Ég finn til, þess vegna er ég