Daginn,

ég er að vakna á morgnana fyrir skólann þessa dagana til að mæta í ræktina og grenna mig. Vandamálið er það að þegar ég stíg á hlaupabrettið og byrja að ganga rösklega / skokka / spretta þá myndast alveg hrottalegt nuddsár milli rasskinnanna.

Mér datt fyrst í hug að bera vaselín á nuddsvæðin fyrir æfingar en ákvað að spyrja hér til að tjekka hvort einhverjir hefðu lent í því sama og hvernig þeir hefðu dílað við það.

Vinsamlegast sleppið því að svara á þessum þræði ef þið eruð ekki með solid úrlausn handa mér, fyrirfram þakkir.