Stelpur:

Hafið þið einhverja reynslu af átaksnámskeiðunum hjá JSB? Eða vitið þið um einhvern sem hefur farið?

Langar nefnilega svolítið að prófa þetta. Vinkonur mínar fóru einu sinni á þetta námskeið og fannst rosalega gaman.

En ég er bara að spá hvort að þetta sé fyrir alla eða bara fyrir þá sem eru yfir kjörþyngd t.d.
Ég er nefnilega í kjörþyngd en langar samt að vera betur vaxin, stinnari og fleira.

Og er mikið um stelpur í kringum tvítugsaldur sem stunda þetta námskeið eða eru þetta eldri konur?

Vona að einhver viti eitthvað um þetta =)

Kveðja
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég