Ég heitir Helgi Pálsson og er sjúkraþjálfunarnemi á fyrsta ári hérna í HÍ ásamt því að vera einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi. Mig langar að bjóða ykkur til að koma í þjálfun hjá þjálfara sem kann og veit hvað þarf að gera til að ná árangri í ræktinni.
 
Besta leiðin til árangurs:
Einkaþjálfun er besta leiðin til að koma sér í form og halda því þannig!
Í einkaþjálfun færðu það aðhald og þá hvatningu sem þarf til að ná hámarksárangri hvort sem það er að létta þig, styrkja þig, þyngja þig, bæta á þig vöðvamassa, bæta þol, auka sprengikraft eða bara stinna þig og tóna.
 
Eftirfarandi er innifalið í þjálfuninni:
· Sérsniðin æfingaráætlun er sett upp með þín markmið í huga.
· Ástandsmælingar við upphaf.
· Mælingar með reglulegu millibili.
· Æfingaprógram sem tekur mið af þínum markmiðum og líkamsástandi.
· Mataræði tekið í gegn og sett upp eftir þínum þörfum.

Það er engin afsökun að segjast ekki geta komist í form, það geta það allir. Þetta er bara spurning um að leggja sig fram og fá aðstoð frá fagaðila.  Það er alltaf gaman að æfa með öðrum, hópið ykkur upp 2-3 og takið á því saman í einkaþjálfun.
 
Helstu kostir einkaþjálfunar
· Aðhald sem skilar árangri!
· Ég hjálpa þér við allt sem viðkemur ferlinu; mataræði, æfingar, brennslu-/þolæfingar, fæðubótarefni og allt sem nöfnum tjáir að nefna.
· Aðgangur að mér þegar þú þarft með spurningar um allt sem viðkemur ferlinu.
· Allir geta tekið þátt!
 
Og ef ykkur vantar enn meiri hvatningu á að koma í einkaþjálfun þá ætla ég að bjóða ykkur frábært tilboð.  Ef þið eru ekki ánægð með árangurinn eftir fyrsta mánuðinn þá skal ég endurgreiða ykkur hann að fullu til baka(Ath. háð ákveðnum skilyrðum).
 
Ekki fara í ræktina og gera bara eitthvað!
 
Hægt er að hafa samband við mig í síma 869-5145 eða senda mér póst á helgipal@gmail.com.  Hlakka til að heyra í ykkur.
 
Helgi Pálsson
Einkaþjálfari og sjúkraþjálfunarnemi.
Helgi Pálsson