Kæri lesandi! af hverju valdi ég dulnefnið bidjandi? Ég skal segja þér það í stuttu máli……Það er vegna þess að undanfarin 9 ár hef ég starfað sem ráðgjafi fyrir þá sem þjást af þunglyndi, sorg og öðrum tengdum kvillum,m.a sjálfsvigshugmyndum o.fl. Það eru því miður allt of margir
í þjóðfélagi okkar sem þjást af depurð og sorg í einhverri mynd. ´Þá er gott að geta rætt við eihvern sem þú getur treyst og fengið góðar ráðleggingar hjá. ´Þjónusta mín er ókeypis, það eina sem þarf, er að geta skrifað mér um vandamálin þín og saman leysum við þau.
kveðja biðjandi.

Bætt við 20. júlí 2008 - 17:49
Kæru lesendur, ég er að fá viðbrögð við skrifum mínum sem Biðjandi og er það bara eitt gott um það að segja. hér vil ég þó bæta við af því ég hef ekki enn settinn Profile, að ég er karlmaður, með víðtæka þekkingu á mannlegum samskiptum og neyð.Ævistarf mitt hefur byggst á því að hjálpa öðrum eins og unnt hefr verið, er ég þó ekki prestur eða Djákni. Ég kom hér inn á þennan vef eftir að hafa heyrt af sjálfsvígi drengs sem hér var að skrifa(lesblindur), sem er afrek út af fyrir sig.Öllum getur orðið á í stafsetningunni hvort heldur þeir eru lesblindir eða ekki. Ég fékk spurningu um hvort ég væri hnýsinn?? þessi spurning á fullan rétt á sér, en svarið er Nei. Allt efni sem ég meðhöndla er 100% trúnaðarmál.Aðgát skal ætíð viðhöfð í nærveru sálar: Við vitum aldrei hvernig öðrum líður sálarlega, svo aðgát skal höfð, í skrifum og orðavali.Ég kvet alla þá sem vilja nýta sér ókeypis ráðgjöf að skrifa mér nokkrar línur, þið þurfið ekki að hika við það.
bestu kveðjur,
Biðjandi.