Ég vil fá svar um þetta hvort þið haldið að þetta sé blöðrubólga eða eitthvað mun alvarlegra!!! Vil bara fá ykkar álit þó ég viti að læknir muni hafa svarið en það er dýrt að fara til læknis.

Í gær á Gamlárskvöld var ég alltaf á klósettinu!!! Það var líka eitt annað…ég var alls ekki á túr, því ég var á túr fyrir nokkrum dögum í þessum mánuði. Það kom svona blóðlitaður vökvi með pissinu..stundum eftirá. Þetta gerði mig mjög mjög hrædda og áhyggjufulla!!! Hvað ef þetta er eitthvað annað en blöðrubólga???
Ég fór á spítala vegna blöðrubólgu þegar ég var lítil og man því ekki hvort því hefði fylgt blóð með pissi. Hefur einhver nýlega fengið blöðrubólgu og man hvort þetta séu einkennin??? Þetta var vatnskennt blóð og þunnt :(

Kær kveðja, ein sjúkdómahrædd!!!!!!!