Halló

Núna undanfarin ár hef ég verið með skrítna tilfinningu á enda löngutangar á báðum höndum, í munninum vinstra megin og á milli miðju tánna á vinstri löpp.

(þetta kemur og fer en er oftast stöðug í marga klukkutíma í einu )

Þessi tilfinning er svona hálfgerður kláði / hálfgerð tingling ( get því miður ekki útskýrt þetta nánar)

Nú leitaði ég að þessu á netinu og fann á einhverri síðu einhvern sem var með svipað og ég ( nema hvað bara á fingrunum) og gaurinn sem svaraði honum spurði hann út í hvort sykursýki væri í fjölskyldunni hans og svoleiðis.

Núna hef ég nokkrar áhyggjur en er samt mjög tregur á að fara til læknis eiginlega vegna þess að ég kann ekki við það að fara að útskýra svona kvilla sem helst líta út fyrir að vera bara í hausnum á mér og maske geðröskun á lágu stigi.


Kannast einhver við svona eða á ég bara að láta skella mér inn á Klepp?

Fyrirfram þakkir.
Vá kvað mér hlakkar til þegar talvan mín hættir að frosna!!!! Fynnst þér það ekki?!?!?! :D:D:D:D