Ég var í líffræði í morgun og við vorum beðin um að taka púlsinn. Þetta var í fyrsta tíma og flestir hálf-sofandi. Ég var með 60 slög á mínútu en vinkona mín var með heil 88 slög á mínútu. Er þetta eðlilegt? Við erum í svipuðu líkamlegu formi, hún reyndar örugglega aðeins betra formi en ég.

Bara smá pæling, því ég veit lítið um þetta :)