Góðan dag.

Ég hef oft heyrt það að ef lyftingar eru stundaðar áður en maður hefur náð öllum líkamlegum þroska hafi það slæm áhrif á líkamann, það er hvað varðar hæð aðallega. Ég hef líka heyrt það að þetta sé bara þvæla.
Ég er 15 ára, 174-5 cm og 61-2 kg. Ég er ekki allveg á fullu í þessu og stunda þetta í hófi og hvíli mig á milli. Ég fer allveg rétt að þessu og kann að lyfta. Pabbi minn og bróðir eru svolítið mikið í þessu og við erum með bekkpressu í bílskúrunum og þeir basicly kenndu mér á þetta.

En mig langar bara að vita hvort þetta haf áhrif á stækkun og annan líkamlegan þroska. Veit einhver um fræðilegar kenningar þar sem þetta er annaðhvort sannað eða afsannað?