Í gær byrjaði ég að fá skrítna tilfinningu í aðra stórutána. Þetta ágerðist þangað til ég fór að fá doðatilfinningu í hluta af tánni og í dag er ég tilfinningalaus á smá bletti (eins og eftir tannlæknadeyfingu, nákvæmlega sama tilfinning).

Ég veit ekki hvort það tengist (og efast um það) en ég hef verið með bakverk þarna megin sem leiðir niður í fót, eitthvað sem ég hélt að væru brjóskloseinkenni (semsagt byrjun, ekki alvöru brjósklos) en nýlega er ég farin að halda að þetta sé eitthvað annað (vinur minn var með klemmda taug í bakinu sem virkaði alveg eins, ég er að vona að það sé eitthvað svipað því það lagast bara).

Ætti ég að hafa áhyggjur af þessu? Hvað gæti mögulega valdið þessu? Eða er þetta bara meinlaust?

Bætt við 22. ágúst 2007 - 21:40
Bara að láta vita að ég held að ég viti hvað þetta er (svo ég fái ekki ábendingar um að ég sé með ólæknanlega sjúkdóma eða eitthvað :P). Ég er með inngróna tánögl sem er líklega að þrýsta á þetta, ekki meira en það :P