Verð að deila með ykkur pirringi mínum! Er á þessum LR-Henning kúr, sem kostaði mig 25000 kr þar sem aloevrea djúsinn varð ég að kaupa aukabyrgðir af. Borgaði 20.000 kr fyrir start pakkann, opnaði kassann og þá vantaði te (sem maður á að drekka 3-5 sinnum á dag til að kúrinn virki almennilega. . . ) og ph strimla, svo ég hef ekki getað mælt ph stig líkamans til að taka rétt magn af töflum, sem hjálpar lika til við allt ferlið.

Allavega, en á reikningnum stendur rauðum stöfum “Te kemur í vikunni” Í dag eru 10 dagar síðan . . . ég er búin með 1/3 af hinu og ekki enn fengið helminginn af kúrnum. Söluaðilinn minn sem hefur ekki verið neitt nema almennilegaheitin hringdi suður fyrir mig þar sem ég hef ekkert númer sjálf? og fær þá svarið “æjj já þetta kláraðist…..aftur” þar sem málið er að ég fékk þetta viku eftir að ég pantaði útaf því að það var búið!!! Kallast þetta góð vinnubrögð?????? Geta ekki einu sinni látið söluaðilann minn vita? Nú er hún að standa í því að senda mér hluta af sínum kúr til að ég léttist eitthvað af ráði fyrir þennan 20.000 kall, sem var greinilega of mikið!

Greinilega ekki hægt að treysta þessu pakki! Væri ekki svona fúl hefðu þau þá allavega ekki lofað þessu einum til tvemur dögum á eftir og látið mig ekki einu sinni vita eftir 10 daga. . . !

Bætt við 27. júlí 2007 - 14:53
nafnið á væntanlega að vera “léleg” þjónusta. . . er svo reið eins og er að ég er ekki alveg í sambandi =/