Góðann daginn hugarar!

Heyriði, ég er hérna nýkominn úr ræktinni og er í mjög djúpum pælingum að byrja á kreatíni aftur þar sem ég er byrjaður á fullu í ræktinni aftur.

Ég var áður hjá einkaþjálfa á hverjum degi og á kreatíni og var kominn í mjög gott form og með mjög mikinn massa. Svo fór ég til útlanda og hætti á kreatíninu meðan ég var þar, og “hélt áfram að hætta” þegar ég kom heim, og hef ekki tekið það síðan.

Málið er að þegar ég hætti á kreatíninu, þá eins og gengur og gerist, köttast maður niður, en á móti kemur að maður minnkaði hrikalega, sem er auðvitað ekki gott! Það sem ég var að pæla í, mig langar að halda köttinu þar sem ég er kominn með six pack og kassa og allt mögulegt, hvort ég geti farið á kreatín án þess að vera vatnaður? ég nefnilega varð svo vatnaður þegar ég var seinast á kreatíni. Mig langar að ná styrkleikanum og stækka og allt það, en halda smá magavöðvakötti til dæmis. Er það ekki bara matarræðið sem ræður þeim pakka?

Svo er önnur pæling, ég er á svona, hvernig er best að taka það? ég hef bara verið að taka fulla teskeið í appelsínusafa (hreinann). Ætti ég e-ð að vera taka það meira eða minna eða hvað?

Bætt við 27. júní 2007 - 10:10
… ég hef semsagt bara verið að taka eina teskeið ofan í hreinann appelsínu safa einu sinni á dag, alltaf eftir æfingu, til að hafa það á hreinu.
Ding Ding Ding!