Ég veit ekki alveg hvort að þetta eigi heima hérna en þar sem að þetta tengist “líkamanum” þá ákvað ég að setja þetta hérna inn..

En í gær þá var ég rétt komin inn heim, á leiðinni úr skólanum og þá fann ég eins og ég væri að fá blóðnasir. Ég hljóp inná bað og já þá var ég komin með blóðnasir. Setti bréf uppí nefið og fór svo og ætlaði að fá mér að borða.
En þá var eins og bréfið fylltist bara af blóði strax , þannig að ég fór að vaskanum inní eldhúsi með bréf, og tók bréfið úr nefinu og ætlaði að skipta, en neeii þá kom bara foss. Gjörsamlega fossaði úr nefinu.
Ég náði samt að láta þetta hætta eftir svona 20 mínútur.

Svo í dag var ég að labba í útiganginn þegar ég fann aftur að ég væri að fá blóðnasir og hljóp inná bað, en þá var það samt ekki jafn mikið og í gær, en samt slatti. Þannig að ég mætti 20 mínútum of seint í tíma.

En svo AFTUR í dag, var rétt komin uppí skóla og var að fara í tíma(ekki sama og áðan) og þá fossaði gjörsamlega úr nefinu. Vaskurinn varð rauður. Og ég náttúrlega var orðin ógeðslega pirruð á þessu. Náði á svona háltíma að láta þetta hætta með því að vera inn og úti úr stofunni!

Ég hef áður fengið svona mikinn blóðnasir, annaðhvort í byrjun þessa árs eða seinni helminginn í fyrra.

Svo er ég alltaf að finna núna eins og ég sé að fá blóðnasir. En held að það sé bara ímyndun í mér

Veit einhver afhverju þetta kemur?
Og svona mikið?

*Ég var EKKI að bora í nefið
Aldrei vera of bjartsýnn og þá verðuru