Fyrir þá sem eru í tannréttingum (sem ég er sjálfur er í, spangir í báðum og er stoltur af því ;) ) er ykkur strítt eða er það notað gegn ykkur, ég hef þónokkuð oft lent í afar hörðum rifrildum og það endar yfirleitt á því að það er notað geng mér að ég sé með spangir! Dæmi : ,,Hei, hvað eru með uppí þér? Já auðvitað þú er með spangir!"
Síðan er alltaf litið á þá sem eru með spangir og gleraugu (sem ég er sjálfur með en geng yfirleitt ekki með) séu nördar, ég hef oft lent í því að ég sé nörd vegna þess að ég er með spangir og gleraugu ;(). Yfirleitt finn ég eitthvað á móti, aldrei það sama en ég fæ alltaf það sama.
Ég er hérna að reyna að skapa hér umræðu, en bara til að minna á það að það er gamalt að stríða fólki með spangir, sem dæmi eru 16 í bekknum mínum og 4 af þeim með spangir.
Ég gæti skrifað miklu meira en læt þetta duga og afsaka stafsetningarvillur vegna þess að ég er ekki í góðu skapi núna þegar ég er að skirfa þetta.

Segið ykkar skoðun hvort sem þið eruð í tannréttingum/spangir ;)
Það er nefnilega það.