Jæja… var með streptókokka í tvær vikur fyrir svona rúmlega viku síðan og las á netinu að það gætu myndast svona ‘bólur’ eða eitthvað álíka í hálsinum á manni þegar maður er með svona… og þ
að vill svo til að ég fékk svona eina ‘bólu’. Fór til læknis og spurðann hvað ég ætti að gera og hann gaf mér Vetnisperoxíð til að skola út úr munninum… Hef verið að því síðustu 2 daga en þetta virðist ekki vera að virka. Hann nefndi líka að ég gæti farið og látið stinga á þetta þar sem þetta er bara vessi sem er búinn að safnast í kringum einn kirtil. Svo spurningin er, hvar fer ég og læt stinga á þetta eða er einhver betri leið útúr þessu?

kv. Bjarke