Þannig er það að ég er búinn að vera veikur síðan á miðvikudag. Ekki með neinn hita, bara hausverk, stíflað nef og frekar mikið illt í hálsinum. Ég er að tala um að ég get ekki talað, mér er það illt í hálsinum.
Mér finnst ég hafa lagast, hugsa að ég geti byrjað að æfa aftur eftir helgi en þegar að ég vaknaði í morgun þá var ég ógeðslega rauður í augunum, þannig að æðarnar sáust ef þið skiljið og augun full af augnstíru.
Ég vaknaði klukkan 8 í morgun og núna klukkan 10 er ég ennþá svona rauður og það er ennþá að myndast stíra þótt að ég sé ekki sofandi.
Hefur einhver lent í þessu eða veit hvað þetta er?