Veit ekkert hvert ég á að láta þennan kork þannig ég hef hann bara hér.

Ég er öll útí marblettum, þá meina ég öll. Ég er með mjög viðkvæma húð og því fæ ég marbletti við minnstu snertingu (svolítið ýkt en ok). Ég er að æfa skíði og er því alltaf að fá stangir í mig og er alltaf öll útí marblettum jafnvel þótt ég sé í púðapeysum og svoleiðis drasli.

Þessir helvítis marblettir fara alveg ótrúlega í taugarnar á mér. Ég þori varla að fara í sund útaf þessu. Þeir eru alveg niður með lærinu og dökkir og ógeðslegir og svo útum allt bara. Þeir eru ekki einu sinni svona venjulegir heldur eru þeir mjöööög dökkir og ljótir!!!!

VEIT EINHVER RÁÐ UM HVERNIG ÉG LOSNA VIÐ ÞETTA ÓGEÐ!!!??? kæla svæðið eða?

TAKK!!!!!!!!!!

Bætt við 28. febrúar 2007 - 22:33
Er núna með eitthvað hlaup sem heitir Hariodin minnir mig, vonandi virkar það :D
ástarkveðjur