Fyrir þrem dögum þá fór ég að sofa um ellefu leytið og allt í góðu með það. Þegar klukkan var um það bil svona tvö eða þrjú þá vaknaði ég með þvílíkan krampa í vinstri kálfa, ég varð mjög pirraður og reyndi eitthvað að hafa fótinn minn beinann en það virkaði ekki svo ég fór eitthvað að sparka í hurðina mína. Svo fór það, klukkan hálf fimm fékk aftur krampa og varð líka pirraður en það var ekki eins lengi og hin skiptin. Daginn eftir var í lagi með mig, ég fór að sofa aftur. Þegar á leið nóttina um það bil tvö þá fékk krampa í kálfann og varð mjög svo andstyggilega pirraður fór eitthvað niður og fékk mér vatnsglas og fór svo aftur að sofa. Klukkan fjögur fékk svo aftur krampa og ég var orðinn frekar þreyttur og illa pirraður. Hann fór og ég sofnaði aftur. Næstu nótt fór ég að sofa og vaknaði einhverntímann um nóttina og fékk krampa í báða kálfana þá hélt ég að fæturnir mínir væru að detta af þetta var svo vont og svo fór þetta á hægri kálfarnum en á vinstri hélt hann áfram í 5 mínútur þarf ekkert að segja meira um það! Hvað er best að gera ef maður fær krampa?