Ég er hérna 14 ára strákur á 15 ári og byrjaði að fara í ræktina fyrir svona 4 mánuðum, ég fer 3 sinnum í viku í ræktina með 2-3 félögum og út að hlaupa 2 í viku. Við erum svona 1 - 1 1/2 og svo hálftíma í gufu og /eða pottinum til að slaka aðeins á.
Ég er að reyna að byggja upp smá hlaupaþol því ég hef ansi lítið. Ég reyni alltaf að taka 2 Skarshlíðarhringi (akureyringar vita hvað það er). Svona rétt fyrir kvöldmat, já eða um 6 leytið.
Ég æfi engar íþróttir því mér finnst það ekki hæfa mér, finnst gaman að stunda þær en finn mig ekki í þeim.
En það sem ég var að pæla er hvað mæliði með að borða svona fyrir og eftir ræktina og skokkið?
Ég hef yfirleitt bara fengið mér svona 2-3 brauðsneiðar og eitthvað að drekka fyrir og skyr eftir og svona um 4 eða 7 borðað aftur (fer eftir því hvenær ég var búinn).
Hvað mæliði svona með til að borða? Hvað er svona næringar og orkuríkasta fæðan sem best er að borða fyrir þessar æfingar?