Veit ekki hvort þetta eigi heima á Heilsa en mér fannst þetta passa best hingað.

Málið er að ég er þreyttur alla daga allann daginn og get sofið endalaust. Núna er ég t.d. daauðþreyttur og klukkan er 22.

Suma daga kem ég heim úr skólanum og sef í 2-3 tíma og sef svo 10 tíma um nóttina og er dauðþreyttur daginn eftir :) ótrúlegt! Er búinn að vera svona í nokkra mánuði núna.. afreka ekkert á daginn útaf þreytu. Hef síðan verið að taka inn eitthvað ginseng shit sem er rándýrt og virðist ekki gera neitt!

Ef einhver er með lausn sem felst ekki í 10 orkudrykkjum á dag þá væri það fínt