Ég er að reyna að massa mig upp og grennast. Ég er ekki feitur en er samt með pínu bumbu og svona þunnt fitulag yfir allan líkamann þannig að ég er ekkert skorinn.

Allavegana var ég að pæla, fyrst ég er með fitubirgðir á líkamanum get ég þá ekki lyft eins mikið og ég vil án þess að líkaminn fari að brenna vöðvunum, svo lengi sem ég er með smá fitu á mér?

Eða þarf maður alltaf að borða kolvetni þegar maður lyftir?