Undanfarið þegar ég hef verið að lyfta þá hef ég farið alltof lítið í réttstöðulyftu og hnébeygju. Ég hef tekið þetta, en aldrei af neinni alvöru og það líður of langur tími á milli æfinga og hef aðallega gert squat í “tæki” (ég veit).

En núna hef ég ákveðið að taka þátt á næsta móti og þarf að einbeita mér að þessu að alvöru.
Á ég að taka deadlift þegar ég tek fætur, eða þegar ég tek tek bak? Og hvenær á ég að taka squat?

OG ég spyr aftur, veit einhver um mjög góðar leiðbeiningar um æfingarnar?

Bætt við 4. janúar 2007 - 21:08
Ok, ég þarf ekki leiðbeiningar, ég ætla bara að láta gaurana í ræktinni kenna mér þessar æfingar.

En hvert á ég að setja þetta í æfingarprógrammið?