Sæl og blessuð öll sömul.
Var að velta því fyrir mér hvort einhver gæti sagt mér eitthvað um lyfið MDA? Þ.e. skaðsemi þess (ef einhver er) áhrif og afleiðingar neyslu þess? Hef verið að leita að upplýsingum um þetta lyf en það virðist sem svo að áhrif þess til lengri tíma séu með öllu óþekkt. Það eina sem ég komst að um lyfið er að það getur ruglað serotonin boð í heilanum, þannig að taugafrumuendar ruglist og hitti ekki á rétta staði. Og hvað þýðir það? Verður maður eikkað heimskur eða gleyminn eða mun maður eiga erfiðara með að læra? Hvaða tilgangi þjóna þessi serotonin í heilanum? Og hverjar eru afleiðingarnar ef starfssemi þess er raskað?
Vona innilega að það séu einhverjir hérna inni sem vita eitthvað um þetta…. Er að deyja úr forvitni og er að spá í að hætta í lögfræðinni og skella mér bara í lyfjafræði fyrst að það eru svona mörg ókönnuð svið þar.