Ég setti hingað inn fyrir svolitlu að ég væri að fara í aðgerð til að koma í veg fyrir að vinstra lungað félli svona saman eins og það er búið að vera að gera. Ég fór í aðgerðina 30. oktober síðastliðin og voru þá blöðrur sem voru líklegast fæðingargalli teknar.

Svo núna virðist ég vera búin að fá þetta í annað skiptið eftir aðgerðina. Fékk það staðfest 5. desember með röntgen og svo núna á aðfangadag fór ég að finna fyrir þessu aftur. Ég er í sambandi alltaf við skurðlækninn minn og lítur allt út fyrir að ég þurfi að fara aftur í aðgerð. Get ekki sagt að hin hafi verið neitt sérlega skemmtileg enda leið mér hræðilega illa, vil helst gera allt til að sleppa við að fara aftur.

Á árinu hefur loftbrjóst verið staðfest 4 sinnum og eg búin að hringja og láta vita svona 4 sinnum ef ekki meira ofan á það.

Finnst þetta frekar fúlt!