Er einhver hér sem hefur reynslu af þessu eða veit eitthvað um þetta?

Ég hef verið að fá einhver væg einkenni sem gætu fylgt brjósklosi og báðir foreldrar mínir (og fleiri ættingjar) eru með þetta svo ég er líkleg til að fá þetta.

Brjóskið milli hryggjarliðanna fær ekkert blóð þannig að það verður að vera loft á milli. Þegar maður fær brjósklos klikkar eitthvað þarna og ekkert loft kemst milli liðanna. Þetta gerist mjög gjarnan ef maður situr of mikið.

Vitiði hvað er best að gera til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist? Einhverjar sérstakar æfingar fyrir mjóhrygginn eða eitthvað. Ég veit að ég á að þjálfa vöðvana kringum hrygginn - ég kann maga-, bak- og grindarbotnsæfingar.

Ég veit að ég ætti að fara til læknis en þar sem báðir foreldrar mínir eru svona vita þau slatta um þetta og vita að ég þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur ennþá (og vonandi slepp ég við þetta)