Ég er 16 ára gutti, 187 cm og 85 kg og er 9.8% fita… og er að leita mér að æfingaprógrammi

ég er mikið fyrir það að fara í ræktina og langar að hugsa vel um líkamann og er í ágætis formi
Það sem ég hef í huga er að styrkja meira efri hluta líkamans, það er ekki markmið að grennast en það er náttúrulega bara plús!
Hvernig er skinsamlegast að gera þetta… æfa annan hvern dag?… 3x í viku? … eða 5x í viku? svo +það eru fótboltaæf. 3 -4x í viku
Ég hef ekki fengið miklar leiðbeiningar gagnvart liftingum en ég hef reynt að taka fyrir ákveðna vöðvahópa á hverri æfingu en ég er bara ekki viss hvernig er best að fara að…

svo spyr ég … vitiði um eitthver góð æfingprógrömm sem gætu hentað mér vel?


Bætt við 10. október 2006 - 18:00
ráðleggið þið eitthver fæðubótarefni eða eitthvað svoleiðis?
The harder I work, the luckier I get.