Ble

Allir öruggt orðnir leiðir á því að sjá einmitt svona kork en ég læt samt vaða.

Ég stundaði ræktina nokkuð vel fyrir sumarið, svo þegar sumarið byrjaði vann ég svo mikið að ég gaf mér ekki tíma í ræktina. Ath ég fór ekki eftir neinu “sér - prógrammi” heldur bara eftir ráðum sem mér var gefið af einhverjum þjálfara.

Núna ætla ég að taka svolítið vel á. Hef lengi verið bara í sukki og svínaríi og ég finn það alveg og sé að ég er orðinn arfaslakur, bæði styrklega séð og í þoli. Komin með nokkuð stærri bumbu yfir magavöðvana en ég var með áður en ég hætti. Ég hef alltaf haft góðan kassa en hann hefur eitthvað minnkað.

Getur einhver ráðlagt mér. Skólinn er byrjaður og ég hef núna allan tímann í heiminum til að lyfta svo ég vil gera allt til þess að ná að vera meira fit, styrkja mig og seinna meir verða aðeins skorinn (sést ekkert fyrir bumbuni =P )

Öll ráð varðandi progrömm og fæðubótarefni tekin fagnandi hendi.


(afsaka stafsetningarvillur)

kv, mixe
_____________________________