Sælt veri fólkið. Núna fyrir um 2 vikum fór ég að byrja í ræktinni eftir sumarfrí. Ég finn mikinn mun á mér á þessum stutta tíma og er í mun betra formi núna en þegar ég byrjaði. En í gær fór ég í fótbolta með bræðrum mínum og var spilaður 8 manna bolti á hálfum velli í sporthúsinu. Ég fór bara rólega af stað í leiknum en tók svo einn sprett á eftir boltanum fram og svo til baka. En eftir þetta varð ég bara frekar andstuttur og þreyttur allan leikinn. Þurfti alltaf að hvíla aðeins í vörninni áður en ég fór eitthvað fram í sóknarleikinn. Því spyr ég ykkur sem hafið reynslu á þessum málum hvernig get ég byggt upp þol sem ég get nýtt mér í íþróttum og einnig í hlaupum.
Ég er 194 á hæð eða eitthvað svipað. 17 ára gamall og með 19% í fituprósentu held ég og 87 kíló. Takk fyrir.