Nú nýlega hef ég verið að heyra það, að við skulum segja “nýjustu” fræðin í brennslu sé að brenna við háan púls. Áður var alltaf talað um að það ætti að brenna við lágan púls í lengri tíma. Þegar ég segji háan þá er ekki að tala um 200 slög, kennski frekar svona 150 (fer auðvitað eftir aldri og líkamsástandi) Ég las mig eitthvað til um þetta á sínum tíma og fann m.a að í “líkami fyrir lífið” áætluninni var talað um að brenna á háaum púls á morgnana því líkaminn hefði ekkert til að brenna á morgnana en auka fitu. Ég hef nú mínar efasemdir um “líkama fyrir lífið” þó að mjög margt sé gott í því.
En hvað segjið þið sem til þekkja, og hvernig er fólk að brenna og hvað hefur gefið mestan árangur. Endilega segjið líka hvort þið brennið á morgnana eða á kvöldin og hvort þið eruð með sér “brennsludag” eða brennið eftir lyftingar.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.