Ég skellti mér á eina dollu af þessu um daginn. Á dollunni stendur “Takið 2 töflur 30 minútum fyrir æfingu eða 2 töflur 30 mínútum fyrir svefn”. Einnig stendur að maður eigi alls ekki að taka meira en leiðbeiningar gera ráð fyrir. Þetta stendur með límmiða á íslensku sem límdur er yfir leiðbeiningar um skammtastærð á ensku.

Þegar ég reif límmiðann af þá stendur undir honum á ensku “Takið 4 töflur 30 mínútum fyrir æfingu og aftur 4 töflur 30 mínútum fyrir svefn”.

Veit einhver af hverju þetta er? Er þetta orðið eitthvað hættulegt ef tekið er meira en 2 töflur á dag og kannski bannað að gera það á íslandi? :)