Ég fór í útilegu um daginn í 3 daga og eins og oft í útilegum komst ég ekkert í sturtu. Ég hef alltaf verið með frekar viðkvæma húð og eftir þessa 3 daga sem ég komst ekki í sturtu er ég með bólur eða útbrot á bakinu. Ég er með ofnæmi fyrir ákveðnu þvottaefni og fæ eins útbrot eftir það, og ég held að þetta sé svipað nema ég er bara með lítið ofnæmi sem kemur bara fram þegar ég er lengi í sömu fötunum án þess að þvo mér (eitthvað þannig)

Allavega, mig langaði að spurja hvort þið vitið einhver ráð við þessu? Láta þetta hætta að klæja og gróa …