Svefnleysi

áður en ég sofnaði í nótt með hjálp taflna, þá var ég búin að vera andvaka í 43 tíma.

Ég gerði ekkert til að streytast á móti þreytu, þreytan kom aldrei, ég kúrði mig í koddann, fór í fósturstellingu, en bara ekkert gekk.

Ég hef líka svolítið mikla þörf til að hreyfa mig, gera eitthvað. á meðan ég er t.d. að skrifa þetta þá tek ég mér smá pásu til að hreyfa mig, standa upp.. í gærnótt fór ég út á hlaupabraut og hljóp 6 km.

Það er eins og ég sé í adrenalínsjokki.


Málið er líka, með þessu, þá hef ég ekki getað borðað,ég tek mér kannski einn bita, get ekki meira..
ég reyndi að troða í mig skyri í gær svo ég dytti ekki niður…

Bara spekúlera hvort þið hefðuð einhverjar ráðleggingar, sem innihalda ekki sveftöflur… Eða lyf…

takk,takk.

-kristjana