Ég vildi bara vekja athygli á hvalakjöti

Ég var nefnilega að smakka hrefnukjöt í gær og það var geðveikt gott. Mér fannst þetta smakkast eins og nautalundir. Samt er þetta alveg hræódýrt.
500 krónur kílóið af Úrvals hrefnukjöti


Hrefnukjöt er fíngert og meyrt og það má nota í stað nautakjöts í flestar uppskriftir. Kjötið er ríkt af prótíni(27%), a og b vítamínum og járni en fitulítið(4,1%). Steikin í þessari öskju er sérvalin og snyrt og hana má tvífrysta án þess að það komi niður á gæðunum.

Norskar rannsóknir sýna að neysla hvalkjöts eflir mótstöðu líkamans gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Ég hvet alla til þess að smakka hrefnukjöt.
Svo eru fullt af geðveikt góðum uppskriftum aftan á.
Ég mæli með Hvalsteik með piparsósu.