Nú er einmitt sá tími árs kominn að kvefið fer að láta á sér kræla ( og greinahöfundur er engin undantekning, situr heima við rölvuna med stibblad neb). Þó að það sé mjög misjafnt eftir mönnu hve oft á ári þeir fái kvef þá er eðlilegt að fá kvef 2-4 sinnum á ári en sumir eru svo heppnir að þeir verða ekki nærri því svo oft kvefaðir. En hér á eftir fara nokkrir fróðleiksmolar um kvef og hvað hægt sé að gera til að bæta líðanina þegar maður er kvefaður.

Smithætta á kvefi er frá því dagin áður en einkenni koma fram og í 1-3 daga í viðbót svo að reynst getur verið mjög erfitt að forðast það að smitast af kvefi. Smitið berst með loftinu þ.e. hósta og hnerra en getur líka borist með höndum. Kvefið er góðkynja kvilli sem stendur yfir í 1-2 vikur, stundum getur það þó leitt til sýkinga í augum, hálsi, öndunarfærum, ennisholum og eyrum. Það þarf að leita til læknis ef einhver grunur er um sýkingu vegna þess að hana þarf að meðhöndla t.d. með sýklalyfjum.

Það sem hægt er að gera til að láta sér líða betur er:

*Að nota nefúða til að losa stíflur, það minkar bólgur í nefslímhúð.
*Sofa með hátt undir höfði því það minnkar einnig bólgurnar í nefinu.
*Heitir drykkir draga úr sárindum í hálsi og eru til þónokkur húsráð um það hvað sé gott
fyrir kvefi.
*Forðist reykingar því þær erta slímhúð í öndunarfærum.

Eins og ég var búin að taka fram þá er erfitt að forðast kvefsmit en hægt er að reyna eftirfarandi:

*Forðast kvefaða eins og hægt er því algengustu kvefveirurnar smitast á 1-2 m færi,
úðasmit berst a.m.k. 2-3 metra
*Sá kvefaði þar að vera duglegur við það að þvo sér um hendur því eins og áður hefur
komið fram þá berst smit einnig með höndum.
*Þvoið hendur eftir að hafa verið í snertingu við kvefaðan einstakling.
*Góð loftræsting getur komið í veg fyrir smit.

Eins og flest allir vita er ekki til nein lækning við kvefi og því lítið hægt að gera annað en að bíða eftir því að sér batni. Það er aðeins við aukakvillum af völdum sýkinga sem að gripið er til fúkkalyfja.

Vonandi getur þetta hjálpað einhverjum til að bæta sína líðan en ég veit að þetta hefur einmitt létt á mér.



Heimildir fegnar á Netdoktor.is