Ég ætla nú að fara að reyna að bæta hollustuna hjá mér…og þá helst þolið.
En ég hef heyrt að ef að þú ferð á fyllerí þá dettur þolið alveg niður. Er það satt?
T.d. ef að ég er búin að vera að byggja upp þolið alla vikuna, fer síðan á fyllerí um helgina, er þá öll vikan farin í súginn?
Ég er ekki tilbúin til þess að sleppa því að drekka…enda geri ég það ekkert oft…og ég er ekki heldur tilbúin að fara í einhverjar öfgar eins og hætta að borða nammi eða drekka gos….ég er nefnilega nautna-manneskja út í ystu æsar en vill samt halda mér í formi upp á framtíðina, ekki það að ég þurfi að léttast.