Ég vildi bara benda þeim sem hafa áhuga á frábæra bók um góðar lóðaæfingar. Ég keypti þessa bók fyrir nokkrum mánuðum og það er fullt af æfingum í þessu sem hægt er að gera með basic lóðum en líka æfingar í stærri og flóknum tækjum. Sýnt er nákvæmlega hvaða vöðva er verið að æfa, hvernig hreyfingin á að vera o.sv.frv. Einnig er örlítið í það hvernig á að æfa upp vöðva eftir meiðsli.
Frábær bók og mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á líkamsrækt, ekki bara þeim sem lyfta með lóðum. Ég keypti hana á Amazon en hún hlýtur að vera til hérna heima líka. bókin heitir “Strength training anatomy” og er eftir Frederic Delavier. Vil líka benda á að það er hægt að fá bók sérstaklega fyrir konur frá sama höfundi.
http://www.amazon.com/gp/product/0736063684/ref=pd_lpo_k2a_2_img/102-7045243-0317748?%5Fencoding=UTF8
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.