Ég fæ mér oft hafragraut og þá nota ég það sem að ég held að sé “instant oatmeal” þ.e.a.s. þetta er skorið í minni bita til að auðvelda það að elda það. En núna rétt áðan þá reyndi ég að elda rúllaða hafra(í grófari kanntinum sjá mynd)
Ég hef áður borðað svona hafra bara með mjólk eins og morgunkorn.

http://www.wheatmontana.com/store/images/Rolled-Oats.jpg

Og það heppnaðist ekki alveg, ég sauð þetta í dágóðan tíma en mér fannst þetta ekki vera nógu soðið og lyktin var ekkert rosalega góð. Svo ég hætti við og fékk mér bara venjulegan hafragraut, því ég var svo svangur.

Er einhver hér sem eldar sér hafragraut úr svona höfrum? Endilega deilið visku ykkar.