Mig langað að benda þeim sem eru með mígreni á að athuga nálastungumeðferð. Ég hef alltaf verið með mígreni og það helvíti slæmt.

Ég fór til læknis fyrir um ári síðan til að fá eitthvað við þessu og var sett á blóðþrýstingslyf sem áttu að virka, hræódýrt. 100 töflur kostuðu um 300 kr. Þetta virkaði í ca hálft ár en kom svo aftur.(oft eru töflurnar nóg) Læknirinn ráðlagði mér að koma til hans reglulega í nálastungur og ég samþykkti það og ég fór í ca 10 skipti held ég og borgaði bara venjulegt komugjald fyrir þetta. Það eu komnir 2 mánuðir síðan ég hætti og ég finn ekki fyrir neinum hausverk nema bara einskaka sinnum. Enda er ekkert pottþétt að þetta hverfi alveg en þetta er mikið betra og mér líður betur.

Ég byð ykkur sem eruð með mígreni að skoða nálastungurnar því þetta virkar og helst að leita til læknis sem kann þetta því það er held ég mun ódýrara en að fara á sérstaka stofu.

Ég finn núna bara fyrir þessum venjulegu þyngslum sem koma stundum og þegar ég er undir miklu álagi en þetta er alveg búið að bjarga mér..ekki draga þetta eins lengi og ég og geriði eitthvað í málunum strax:)