Já þið heyrðuð rétt, ég er að selja stóra pakkann á 20þúsund krónur á Vaxtarvörum.com á 13þúsund kall, ástæðan er sú að ég held ég fari ekkert í ræktina í langan tíma aftur, ég tók svo mikið á því að ég sleit vöðva á hægri hendi og vinstri höndin mín var í drasli þannig að ég verð í stórri pásu.

Ég er búinn að fá mér smá af gainerinum og próteininu en voðalega lítið 6 drykki í heildina. Ég sleppi samt að selja fjölvítamínið vegna þess að það er það eina sem ég nota.

Ég hef klárað einn svona pakka og þetta VIRKAR. Ég byrjaði að lyfta og á stuttum tíma þyngdist ég um heil 10 kg og varð ekki þessi rengla lengur. Ég læt fylgja með hvernig á að nota þetta og hvernig maður fær bestan árangur með þessum fæðurbótaefnum þeim aðila sem kaupir þetta af mér og vill þyngjast jafn fljótt og ég. Now sports sem er með þessar vörur hefur aldrei klikkað hjá mér.