Hæ, ég fá svona “rúsínuputta” alveg rosalega fljótt þegar ég blotna á höndunum -einnig á fótunum. Það er nóg fyrir mig að vera í vatni í 5mín og þá byrjar þetta að myndast. Þetta verður það slæmt að ef að ég er í vatni nógu lengi þá fer ég í rauninni að finna til í höndunum! Fá svona “ofur-rúsínuputta!”

Vitiði af hverju þetta getur stafað?

Ég var að velta fyrir mér hvort að ég drykki ekki nógu mikið vatn, en málið er að ég drekk vatn þegar mig langar í vatn eða finnst ég þurfa vatn. Ég stór efast um að maður eigi að vera að þamba vatn öllum stundum. Ég hef samt prufað það í svona viku, en það eina sem að ég fékk út úr því var að ég þurfti að míga á svona 10mín fresti! …getur þetta kannski verið útaf því að ég ét lítið sem ekkert grænmeti? Ég hef ekki prufað að auka grænmetisátið til að sjá hvort að það lagi eitthvað, mér finnst flest grænmeti bara einfaldlega ekki gott….en það er bara ég!

Síðan er reynar eitt í viðbót, ég hef alltaf verið leiðinlegur í húðinni, alveg frá fæðingu. Þegar ég var yngri þá fékk ég t.d. mjög snemma bólur (ekki hefðbundnar unglingabólur). Það varð það slæmmt að ég fór á mjög sterk lyf (Roaccutan) í 8 mánuði og lagaðist nokkurn vegin af þeim en fékk í staðin ör eftir verstu kílin. Ég hef farið í laser aðgerðir til að reyna að laga það en hætti vegna þess hve rosalega dýrt þetta er. Þetta hráir mér svosem ekkert í dag þannig að þetta er í lagi.

Ég verð einnig rosalega þurr í húðinni eftir að ég er búinn í sturtu síðan kannski svona 12 tímum seinna þá er ég orðin mjög feitur í húðinni, en ég fer í sturtu á hverjum degi.

Það sem ég spyr aðalega um er: Afhverju er húðin á mér svona? …er það vegna skorts á einhverjum efnum? …er ég að nota efni sem að ég þoli ekki eða?

Kv. Sverri
Kveðja,