Mér líður eins og ég sé að sóa öllum tíma mínum í ekki neitt. Ég er í menntaskóla, fullt að gera að læra, og svo er ég að æfa á þverflautu. Ég er ekki að æfa neinar íþróttir og af því ég þjáist af vöðvabólgu hef ég verið að reyna að fara í sund reglulega síðasta árið.

Vandamálið er að síðasta árið hefur mér bara tekist kannski 8 sinnum að fara í sund. Mér finnst mjög gott að fara í sund og ákveð oft að fara í sund en finn þá eitthvað annað mikilvægara, læra heima eða eitthvað. Mér finnst ég alltaf vera upptekin. Svo leiðist mér stundum á daginn og hef ekkert að gera en þá dettur mér ekki í hug að fara í sund.

Svo á ég líka að æfa mig á þverflautuna á hverjum degi en ég næ varla að æfa mig einu sinni í viku. Sama ástæðan fyrir því, ég er of upptekin.

Er þetta bara leti eða hvað? Er einhver sem kannast við þetta? Veit einhver um góð ráð til að reyna að laga þetta, muna eftir að fara í sund og þannig. Ég held að heilsa mín sé í hættu ef ég geri ekki eitthvað (útaf vöðvabólgunni). Ég vil ekki verða gömul með gigt og bakveiki …